Níu frambjóðendur, þrjár konur og sex karlmenn, taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 29. maí næstkomandi.
Kjósendur velja fimm frambjóðendur. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi kom saman á fundi nú fyrir hádegi og tók til greina þau framboð sem bárust. Öll voru þau tekin gild.
Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, tilkynnti á dögunum að hann hygðist ekki gefa kost á sér.
Í framboði eru: Ásmundur Friðriksson alþingismaður, Reykjanesbæ, Björgvin Jóhannesson fjármálastjóri, Árborg, Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, Guðbergur Reynisson framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ, Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri, Hveragerði, Ingveldur Anna Sigurðardóttir laganemi, Rangárþingi eystra, Jarl Sigurgeirsson skólastjóri, Vestmannaeyjum, Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóri og Vilhjálmur Árnason alþingismaður, Grindavík.