Á fjórða tug sagt upp á Hrafnistu

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu.
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Ljósmynd/Aðsend

Tutt­ugu starfs­mönn­um hef­ur verið sagt upp störf­um á hjúkr­un­ar­heim­ili Hrafn­istu á Sléttu­vegi. Upp­sagn­irn­ar komu í tvennu lagi, um síðustu mánaðamót og mánaðamót­in þar á und­an, og taka til stjórn­enda, hjúkr­un­ar­fræðinga, ræsti­tækna og annarra starfs­manna. Á ann­an tug starfs­manna var sagt upp á öðrum heim­il­um.

María Fjóla Harðardótt­ir, for­stjóri Hrafn­istu­heim­il­anna, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is. Ræst­ing er nú aðkeypt, en eng­inn kem­ur í stað hinna starfs­mann­anna.

María seg­ir upp­sagn­irn­ar end­ur­spegla erfið rekstr­ar­skil­yrði heim­il­anna, sem rek­in eru með þjón­ustu­samn­ingi við ríkið. Ein­ing­ar­verð, sem fylg­ir hverj­um íbúa, dugi ekki til að standa und­ir kjara­samn­ings­bundn­um launa­hækk­un­um starfs­fólks og óljóst hvernig verði með stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar.

Hrafn­ista sér fram á tuga millj­óna halla á ár­inu þrátt fyr­ir hagræðingu.

Hjúkrunarheimilið á Sléttuvegi var opnað 28. febrúar 2020, daginn sem …
Hjúkr­un­ar­heim­ilið á Sléttu­vegi var opnað 28. fe­brú­ar 2020, dag­inn sem Covid kom til lands­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Beðið eft­ir skýrslu

Stytt­ing vinnu­viku starfs­fólks í vakta­vinnu tek­ur gildi 1. maí og reikn­ast Sam­tök­um fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu til að hún feli í sér tölu­verða hækk­un á launa­kostnaði. „Við erum að horfa upp á hrika­legt rekstr­ar­ár og höf­um gríðarleg­ar áhyggj­ur,“ seg­ir María.

Þrátt fyr­ir ófá­ar fyr­ir­spurn­ir til heil­brigðisráðherra, ráðuneyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga hafa Hrafn­ista og fyr­ir­tæki í vel­ferðarþjón­ustu fengið litl­ar upp­lýs­ing­ar um þróun ein­ing­ar­verðsins og enga trygg­ingu fyr­ir því að þeim verði bætt­ur upp auk­inn launa­kostnaður.

Raun­ar hef­ur ein­ing­ar­verð árs­ins ekki feng­ist frá Sjúkra­trygg­ing­um fyrr en árið er hafið. Þannig lá ein­ing­ar­verð árs­ins 2021 fyr­ir 8. fe­brú­ar í ár. „Það er erfiður rekst­ur að vita ekki hverj­ar tekj­urn­ar eru og hvað við get­um mannað á móti,“ seg­ir hún.

Svör hafa iðulega verið á þá leið að beðið sé eft­ir út­komu svo­kallaðrar Gylfa­skýrslu, sem ráðuneytið fékk KPMG til að skrifa um rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila. Niður­stöður henn­ar áttu að liggja fyr­ir um ára­mót, en ekk­ert ból­ar á henni. 

María bæt­ir við að upp­sagn­ir séu ekki það sem hjúkr­un­ar­heim­il­in þurfi á að halda. „Okk­ur vant­ar meira fólk í þessi störf til að upp­fylla þær kröf­ur sem gerðar eru til okk­ar,“ seg­ir hún. Fá­ist auk­in fram­lög frá rík­inu verði þau nýtt til þess, en rekst­ur Hrafn­istu er óhagnaðardrif­inn og ekki greidd­ur út arður af hon­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka