Ekkert ríki í Evrópu er grænt samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland var lengi vel eina landið sem hafði þann lit en það breyttist í kjölfar fjórðu bylgjunnar hér á landi. Hluti Noregs er grænn en ekki allt landið. Ekkert frekar en Danmörk sem bæði Færeyjar og Grænland teljast til. Kort Sóttvarnastofnunar nær til þeirra ríkja sem eru innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.
Ísland er gult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu með skráð 29,11 smit á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili. Ísland er eina landið í Evrópu með undir 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa fyrir utan Portúgal en þar eru skráð 55,92 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Tölurnar voru síðast uppfærðar 8. apríl.
Í Svíþjóð er staðan verst af Norðurlöndunum en þar eru smitin 739,16 talsins á hverja 100 þúsund íbúa. Í Noregi eru þau 218,63, 129,15 í Danmörku og 138,71 í Finnlandi.
Flest eru smitin í Ungverjalandi eða 1.117,8. Í Eistlandi eru þau 1.007,32 talsins á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær viku
Staðan í nokkrum ríkjum Evrópu:
Sjá nánar á vef Sóttvarnastofnunar Evrópu