Fara inn á hættusvæðið

Ljósmynd/Almannavarnir

Töluvert hefur borið á því að almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar í Geldingadölum og jafnvel inn á þröng svæði á milli hrauntunga, þar sem lítið má út af bregða og fólk lokist inni. 

Hættusvæðið afmarkað og gönguleiðir A og B eru sýndar. Gönguleið …
Hættusvæðið afmarkað og gönguleiðir A og B eru sýndar. Gönguleið A hefur verið færð til í samræmi við tilmæli vísindaráðs almannavarna og liggur utan þessa skilgreinda hættusvæðis. Facebook-síða lögreglunnar á Suðurnesjum

Skilgreinda hættusvæðið er sýnt á þessu korti. Þar er svæði afmarkað sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið á gosstöðvum. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Því má segja að hættusvæðið sé í raun stærra en það sem er merkt á kortinu því einnig fylgja aðrar hættur á svæðinu sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnun gass. Því er fólk beðið um að nota almenna skynsemi og meta aðstæður á svæðinu hverju sinni að því er segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert