Í Bandaríkjunum stendur nú yfir mikil vinna við að reyna að vinda ofan af því hvernig vald í upplýsingagjöf hefur færst á hendur fárra stórfyrirtækja á borð við Twitter, Google og Facebook.
Ýmislegt er keimlíkt með stöðunni og var þar vestra fyrir rúmri öld að mati Bergs Ebba Benediktssonar. Þegar fáir auðhringir á borð við Rockefeller-fjölskylduna höfðu öll völd í bandarísku samfélagi, en brugðist var við þróuninni með samkeppnislöggjöf sem þá var nýlunda.
Áskoranirnar sem nútímasamfélög standa frammi fyrir vegna örra tæknibreytinga eru stórar og varða lykilstofnanir samfélaga og stór málefni á borð við sjálfsmyndir þjóða. Grínistinn, rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Bergur Ebbi Benediktsson er gestur Bjartar Ólafsdóttur í Dagmálum þar sem þau ræða um framtíðina, tækni, stjórnmál og þróun samfélagsins.
Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins, en einnig er hægt að skoða þættina með því að kaupa vikupassa að vefútgáfu blaðsins. Þættina er að finna hér.