Fáir með of mikið vald, aftur

Í Bandaríkjunum stendur nú yfir mikil vinna við að reyna að vinda ofan af því hvernig vald í upplýsingagjöf hefur færst á hendur fárra stórfyrirtækja á borð við Twitter, Google og Facebook.

Ýmislegt er keimlíkt með stöðunni og var þar vestra fyrir rúmri öld að mati Bergs Ebba Benediktssonar. Þegar fáir auðhringir á borð við Rockefeller-fjölskylduna höfðu öll völd í bandarísku samfélagi, en brugðist var við þróuninni með samkeppnislöggjöf sem þá var nýlunda.

Áskor­an­irn­ar sem nú­tíma­sam­fé­lög standa frammi fyr­ir vegna örra tækni­breyt­inga eru stór­ar og varða lyk­il­stofn­an­ir sam­fé­laga og stór mál­efni á borð við sjálfs­mynd­ir þjóða. Grín­ist­inn, rit­höf­und­ur­inn og sam­fé­lagsrýn­ir­inn Berg­ur Ebbi Bene­dikts­son er gest­ur Bjart­ar Ólafs­dótt­ur í Dagmálum þar sem þau ræða um framtíðina, tækni, stjórn­mál og þróun sam­fé­lags­ins.

Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins, en einnig er hægt að skoða þættina með því að kaupa vikupassa að vefút­gáfu blaðsins. Þætt­ina er að finna hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert