Mælir fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælir fyrir tveimur frumvörpum um ávana- og fíkniefni á Alþingi í dag. Annað þeirra snýr að afglæpavæðingu neysluskammta og hitt að iðnaðarhampi.

Í frumvarpi ráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna, svokölluðum neysluskömmtum, verði heimiluð.

Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð um magn fíkniefna sem teljast til neysluskammta. Kaup og varsla fíkniefna innan þeirra marka verður því heimil og munu efni innan markanna ekki gerð upptæk af lögreglu hjá einstaklingum eldri en 18 ára. 

Í frumvarpi ráðherra um iðnaðarhamp er lagt til að Matvælastofnun verði heimilt að leyfa innflutning á fræjum af tegundinni Cannabis sativa.

Skilyrði eru þó sett um að magn virka innihaldsefnisins Tetrahydrocannabinol (THC) í fræinu sé að hámarki 0,20%, sem og í þeim afurðum sem fræið kann að gefa af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert