Segir úrslitin auðvitað vonbrigði

Róbert Marshall.
Róbert Marshall. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Úrslitin eru mér auðvitað vonbrigði og ekki nálægt því sem að var stefnt en nú er brautin fram undan hjá mér nokkuð skýr og ég þarf ekki að gera neinar breytingar á mínum högum,“ segir Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi alþingismaður, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Úrslit forvals VG í Suðurkjördæmi voru kunngjörð fyrr í kvöld. Athygli vakti að Róbert komst ekki á blað forvalsins en hann sóttist eftir oddvitasætinu. 

Engin styggðaryrði

Róbert óskar Hólmfríði Árnadóttur til hamingju með sigurinn og segir hann hana vel að honum komin. Auk þess þakkar Róbert meðframbjóðendum sínum fyrir drengilega baráttu.

„Það sem yfirskyggir vonbrigði mín er ánægja með þann góða anda sem var á milli okkar sem gáfum kost á okkur í þessu forvali. Engin styggðaryrði og einfaldlega jafningjar að bjóðast til að tala fyrir stefnu sem er okkar hjartans mál. Það er innihaldið sem skiptir máli og það eru málefnin og samstaða okkar vinstra fólks um þau sem hafa skyggt á allt hefðbundið prófkjaravopnaskak.“

Þá liggja fyrir úrslit í forvali VG Suðurkjördæmi. Ég vil óska Hólmfríði Árnadóttur til hamingju með sigurinn, hún er...

Posted by Róbert Marshall on Mánudagur, 12. apríl 2021



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert