Uppskerutíminn hafinn

Fyrsta uppskera jarðarberja er fengin hjá þeim Gunn og Daníel …
Fyrsta uppskera jarðarberja er fengin hjá þeim Gunn og Daníel í Reykholti í Biskupstungum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Fólk er æst í jarðarber,“ segir Gunn Apeland í Reykholti í Biskupstungum. Þau Gunn og eiginmaður hennar, Daníel Halldórsson, sem reka garðyrkjustöðina DAGA, opnuðu fyrir helgina Litlu berjabúðina, þar sem fólk í sveitaferð getur komið í pakkhús og keypt ber ræktuð á staðnum.

Verslun með sama nafni var áður starfrækt í Reykholti, en er nú á nýjum stað og fyrri eigendur hafa snúið sér að öðru.

„Verslunum með vörur beint frá býli fylgir alltaf skemmtileg stemning,“ segir Gunn sem er norsk og nam garðyrkju í heimalandi sínu. Hún kom árið 1997 til starfa á Flúðum þar sem jarðarberjarækt í gróðurhúsum var fyrst stunduð á Íslandi. Þar lærði Gunn hvernig standa skyldi að málum, þótt vinnubrögðin hafi breyst talsvert. Áður voru jarðarberjaplöntur ræktaðar í steinull, en nú í mold sem berjabóndinn segir að öllu leyti betra.

Eftir að hafa búið í Noregi um árabil stefndi hugur þeirra Gunn og Daníels aftur heim til Íslands. Á síðasta ári fregnuðu þau að berjarækt garðyrkustöðvarinnar Kvista í Reykholti væri til sölu – og eftir að hafa kynnt sér málið slógu þau til, keyptu stöðina og tóku við rekstri 1. ágúst á síðasta ári. Stofnuðu fyrirtæki með heitinu DAGA garðyrkjustöð ehf. og plöntuðu svo út, en gróðurhús þeirra eru alls um 1.800 fermetrar að flatarmáli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert