2.000 vinnustundir farnar í gosið

Björgunarsveitir við Eldgos í Geldingadölum.
Björgunarsveitir við Eldgos í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitin Suðurnes hefur staðið í ströngu frá því gos hófst í Geldingadölum fyrir tæpum mánuði. Í tilkynningu á facebook-síðu sveitarinnar segir að 2.000 vinnustundir hafi verið unnar síðan gaus. Þá eru ótaldar vinnustundir annarra björgunarsveita í kring, t.d. Þorbjarnar í Grindavík.

Það sem einna helst hefur drifið á daga björgunarsveitarinnar er bílagæsla, vettvangshjálp, aðstoð við leitir, aðstoð við rýmingu og þess háttar. Einnig hefur þurft að yfirfara og uppfæra búnað og fylla á eldsneyti rafstöðva. 

Dagur 25 Síðan gos hófst í Geldingardölum erum við hjá Björgunarsveitinni Suðurnes búin að skila meira en 2000...

Posted by Björgunarsveitin Suðurnes on Þriðjudagur, 13. apríl 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert