Borgarstjóri boðar lækkanir á hraða

Umferðin. Lækkun hámarkshraða gæti dregið stórlega úr svifryksmengun.
Umferðin. Lækkun hámarkshraða gæti dregið stórlega úr svifryksmengun. mbl.is/Sigurður Bogi

Lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, 1. nóvember til 15. apríl, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna.

Þetta kemur fram í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, um áhrif hraða á mengun vegna umferðar, sem kynnt var í síðustu viku og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

„Í stuttu máli þá gæti lækkun hraða innan borgarmarkanna skapað allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km. Þá leiddi rannsóknin í ljós að nagladekk slíta vegum 20-30-falt hraðar en ónegld dekk. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og eiga að leggja grunn að frekari hraðalækkunum innan borgarinnar eins og aðrar borgir sem við berum okkur saman við eru að gera,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í vikulegu fréttabréfi sínu, sem birtist sl. föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert