Hraun renni á endanum yfir gönguleið

Jarðfræðingurinn Þóra Björg Andrésdóttir var á svæðinu í morgun þegar …
Jarðfræðingurinn Þóra Björg Andrésdóttir var á svæðinu í morgun þegar ný sprunga myndaðist. Ljómynd/Þóra Björg

Gossvæðið í Geld­inga­döl­um tek­ur stöðugum breyt­ing­um en í morg­un opnuðust fjór­ir nýir gíg­ar, eða ein sam­felld 100 metra sprunga. Hraun renn­ur ná­lægt ann­arri göngu­leiðinni að gosstöðvun­um og mun, með sama áfram­haldi, renna yfir end­ann á henni.

Upp­fært kl. 15:55: Í upp­haf­legu út­gáfu frétt­ar­inn­ar var haft eft­ir lög­regl­unni á Suður­nesj­um að hraun hefði runnið yfir end­ann á göngu­leið A. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr aðgerðastjórn virt­ist hraunið vera á leið yfir göngu­leiðina en hef­ur ekki náð þangað enn, þó það muni ná því á end­an­um.

Göngu­leiðir A og B eru báðar opn­ar, þar sem fólk get­ur borið nýja sprungu aug­um.

Á kortinu má sjá gönguleiðir A og B. Ath. að …
Á kort­inu má sjá göngu­leiðir A og B. Ath. að mynd­in er frá því á laug­ar­dag­inn og nýju gosop­in og hraunið frá þeim kem­ur ekki fram á mynd­inni. Ljós­mynd/​Jarðvís­inda­stofn­un

Hjálm­ar Hall­gríms­son, vett­vangs­stjóri hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, seg­ir eitt­hvað af fólki á svæðinu og býst við fjölda síðdeg­is enda veðrið gott og marg­ir spennt­ir að sjá breyt­ing­arn­ar á svæðinu:

„Um leið og það opn­ast ný sprunga þurfa all­ir að koma aft­ur,“ seg­ir Hjálm­ar og hlær.

Eins og áður hef­ur komið fram er nýja sprung­an inni á áður skil­greindu hættu­svæði en það er þar sem fólk get­ur verið í bráðri hættu vegna skyndi­legra at­b­urða sem geta orðið á gosstöðvum. Inn­an hættu­svæðis­ins er allra mesta hætt­an á opn­un fleiri gossprungna án fyr­ir­vara og því get­ur fylgt skyndi­legt og hratt hraun­flæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hætt­ur sem fylgja fram­rás hrauns og upp­söfn­un­ gass.

Hjálm­ar seg­ir svæðið ör­uggt og það væri búið að loka ef það væri ekki talið ör­uggt. Viðbragðsaðilar séu stöðugt að end­ur­meta stöðuna og loki með skömm­um fyr­ir­vara ef ekki er talið ör­uggt að vera á gosstöðvun­um af ein­hverj­um ástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert