Íslendingur handtekinn fyrir barnaníð

Spænska lögreglan.
Spænska lögreglan. Ljósmynd/Wikipedia.org

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn á Spáni grunaður um barnaníð gagnvart átta börnum í Torre Pacheco. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir slíkt ofbeldi á Íslandi gagnvart fjórum börnum. 

Samkvæmt frétt La Verdad, sem er héraðsmiðill í Murcia á Spáni, ná brot mannsins allt aftur til ársins 1988 á Íslandi en í Torre Pacheco frá síðasta ári. Það var spænska lögreglan, La Guardia Civil, sem handtók manninn í aðgerð sem nefnist „Paseadores“.

Á Íslendingurinn að hafa gefið börnunum gjafir til að nálgast þau. Við húsleit fannst mikið af ólöglegu myndefni tengdu barnaníði í tölvu og farsíma mannsins. 

Rannsóknin var í samstarfi við Interpol en maðurinn hefur verið búsettur víða í rómönsku Ameríku undanfarin ár. 

Að sögn lögreglunnar notaði maðurinn alltaf sömu aðgerð við að nálgast börnin á netinu.

Vísir greindi fyrst frá málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert