Kringlumýrarbraut lokað til suðurs vegna bílslyss

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Gunnlaugur

Bílslys varð á Kringlumýrarbraut nú síðdegis og búið er að loka götunni til suðurs, við gatnamót Listabrautar. 

Að sögn blaðamanns mbl.is á vettvangi virðist aðeins einn bíll hafa orðið fyrir skemmdum. Orsök slyssins eru ekki kunn.

Varðstjóri slökkviliðs segir við mbl.is að sjúkrabíll hafi verið sendur á staðinn ásamt dælubíl slökkviliðs til þess að sinna hreinsunarstarfi. Að sögn varðstjóra virtust ekki hafa orðið slys á fólki þar sem bæði ökumenn og farþegar komu sér sjálfir út úr bílnum.

Búið er að loka Kringlymýrarbraut til suðurs.
Búið er að loka Kringlymýrarbraut til suðurs. mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert