Liðlega átta þúsund verða bólusett

Bólusetning í Laugadalshöll.
Bólusetning í Laugadalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Liðlega átta þúsund ein­stak­ling­ar verða bólu­sett­ir með bólu­efni frá Pfizer í þess­ari viku, 12.-18. apríl, sam­kvæmt frétt frá embætti land­lækn­is. Byrjað verður að bólu­setja ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi áhættuþætti.

Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins mun bólu­setja yfir fimm þúsund manns í dag, að sögn Ragn­heiðar Óskar Er­lends­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar. Um er að ræða heil­brigðis­starfs­fólk utan stofn­ana og reiknaði Ragn­heiður með að það tæk­ist að bólu­setja stærst­an hluta þess hóps í dag.

Einnig verður byrjað að bólu­setja 60 ára og eldri sem eru með áhættuþætti eins og und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Byrjað er á þeim elstu og svo koll af kolli. Farið er eft­ir list­um frá Embætti land­lækn­is sem eru tekn­ir út úr sjúkra­skrá, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert