Líklega ofsaakstur

Bílslys varð á Kringlumýrarbraut fyrr í dag.
Bílslys varð á Kringlumýrarbraut fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn lögreglunnar lítur út fyrir að ofsaakstur hafi orsakað bílslysið sem varð nú síðdegis á Kringlumýrarbrautinni. Ekki er vitað hversu hratt ökumaðurinn fór.

Guli bíllinn, sem sjá má á myndinni og er ansi illa farinn, lenti á öðrum bíl og á vegriði. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglunnar voru meiðslin þó ekki stórvægileg en engir aðrir farþegar voru í bílnum.

Búið er að opna aftur fyrir umferð um Kringlumýrarbraut við gatnamót Listabrautar, en götunni var lokað fyrr í dag til suðurs vegna bílslyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert