Ný gosop hafa myndast

Ný gosop hafa myndast í Geldingadölum.
Ný gosop hafa myndast í Geldingadölum. Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is

Nýj­ar sprung­ur, eða gosop, hafa mynd­ast á gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um í morg­un. Lík­ast til er um að ræða fjór­ar nýj­ar sprung­ur.

Þetta seg­ir Elísa­bet Pálma­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, við mbl.is.

Hún seg­ir enn frem­ur að sprung­urn­ar sjá­ist vel í vef­mynda­vél mbl.is sem er á gossvæðinu.

Al­manna­varn­ir og aðrir viðbragðsaðilar funda vegna þess­ara at­b­urða en Elísa­bet seg­ir sprung­urn­ar á sama svæði og hinar fyrri og því þró­ist gosið eins og bú­ist hafi verið við.

„Þetta held­ur áfram að opn­ast og við get­um bú­ist við svipaðri þróun áfram,“ seg­ir Elísa­bet.

Fram kem­ur í face­book-færslu eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Há­skóla Íslands að at­hygl­is­vert sé að ekki virðist nein aug­ljós breyt­ing hafa orðið á virkn­inni í gíg­un­um sem voru fyr­ir á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert