Óraunsæ rómantík borgarstjóra

Runólfur Ólafsson, formaður FÍB.
Runólfur Ólafsson, formaður FÍB. mbl.is/Árni Sæberg

„Það vant­ar inn í alla þessa nálg­un hvaða áhrif þetta hefði á líf borg­ara, á kostnað fyr­ir­tækja til dæm­is vegna drátt­ar á þjón­ustu og sam­veru­stund­ir fjöl­skyldna ef það ætti að fara að draga all­an um­ferðar­hraða í borg­inni niður í 30 kíló­metra á klukku­stund,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son, formaður Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, í sam­tali við mbl.is.

í viku­leg­um pistli sín­um, sem birt­ist á föstu­dag­inn, sagði Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri, að lækk­un hraða inn­an borg­ar­mark­anna gæti skapað allt að 40% sam­drátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 kíló­metra hraða í stað 50.

Umferð um Kringlumýrarbraut.
Um­ferð um Kringlu­mýr­ar­braut. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Run­ólf­ur seg­ir að þrífa þurfi göt­ur borg­ar­inn­ar mikið bet­ur og sparað hafi verið í götuþrif­um þrátt fyr­ir mild­an vet­ur. „Frá­gang­ur vinnusvæða í borg­ar­land­inu er til há­bor­inn­ar skamm­ar miðað við fram­kvæmd­ir í miðju borg­ar­um­hverfi. Þar er mik­ill mal­ar­burður sem berst upp á göt­ur í borg­ar­land­inu,“ seg­ir Run­ólf­ur. 

Hann seg­ir hvorki áhuga né vilja til staðar hjá borg­inni til að grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana eins og gert er í ná­granna­lönd­um okk­ar þar sem dregið er úr svifryki sem mynd­ar eins kon­ar set­lög á göt­um borg­ar­inn­ar. „Auðvitað þyrla sér­stak­lega stóru bíl­arn­ir þessu ryki upp. Það sest síðan bara aft­ur á göt­urn­ar og svo tek­ur bara næsti bíll við.“

Hann seg­ir hug­mynd­irn­ar sem nú eru viðraðar um lækk­un um­ferðar­hraða vera óraun­sæja róm­an­tík „enda hef­ur þetta aldrei verið borið und­ir borg­ar­ana. Það væri eðli­legt að bera þetta und­ir kosn­ing­ar svo fólk hefði val.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka