Ný stjórn Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, var kjörin í gær á aðalfundi félagsins. Nýr oddviti Röskvu er Ingvar Þóroddsson og við embætti forseta Röskvu tekur Katrín Björk Kristjánsdóttir. Auk þeirra skipa stjórnina:
- Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, varaforseti
- Lilja Margrét L. Óskarsdóttir, ritari
- Haukur Friðriksson, gjaldkeri
- Yrsa Ósk Finnbogadóttir, ritstýra
- Einar Freyr Bergsson Farestveit, markaðsstjóri
- Hera Richter, skemmtanastýra
- Brynjólfur Skúlason, kynningarstjóri
- Gréta Dögg Þórisdóttir, kosningastýra
- Katrín le Roux Viðarsdóttir, alþjóðafulltrúi
- Hólmfríður Svala Ingibjargardóttir og Rannveig Klara Guðmundsdóttir, meðstjórnendur