Lægri og lengri köll brimlanna á fengitíma

Landselir láta fara vel um sig á Snæfellsnesi, en fækkað …
Landselir láta fara vel um sig á Snæfellsnesi, en fækkað hefur í stofni landsela hér við land á síðustu árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landselsbrimlar við Íslandsstrendur virðast gefa frá sér lengri og lægri hljóð á fengitíma en landselir við Danmörku og Svíþjóð og það gæti markast af mögulegri ógn í umhverfi þeirra.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík, Selasetur Íslands, Hafrannsóknastofnun, Syddansk Universitet og Árósaháskóla í Danmörku. Rannsóknin byggist m.a. á meistaraverkefni Helen Rössler við líffræðideild Syddansk Universitet í Danmörku. Greint er frá niðurstöðunum í grein í nýjasta hefti vísindaritsins JASA Express Letters og á vef HÍ.

Til að mæla mökunarköll landsela nýta vísindamenn sérstakan upptökubúnað sem látinn er liggja í sjó nærri látrum í tiltekinn tíma. Mælingar hér fóru fram á Heggstaðanesi og Illugastöðum á Vatnsnesi, en á Norðurlandi vestra má finna nærri tíunda hluta landselastofnsins við Ísland. Vísindamennirnir námu aðeins köll landsela við Heggstaðanes og þá eingöngu snemma á því tímabili sem upptökur fóru fram, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert