Mikil eftirspurn leiðir til verðhækkana á flugfrakt

Skapar tækifæri. Icelandair Cargo hefur aukið umsvifin í faraldrinum.
Skapar tækifæri. Icelandair Cargo hefur aukið umsvifin í faraldrinum. Ljósmynd/Icelandair

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, segir óhappið í Súez-skurðinum hafa aukið spennuna í fraktflugi. Verð fyrir fraktina hafi verið á uppleið vegna framboðsbrests af völdum kórónuveirufaraldursins.

Gunnar Már segir verð á flugfrakt milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa hækkað um allt að 70%. Þessi þróun hafi haft í för með sér að arðbært varð fyrir Icelandair Cargo að fljúga með frakt í flutningavélum til Bandaríkjanna. Tekjur Icelandair Cargo hafi aukist um 10% milli áranna 2019 og 2020.

Spurður hvort ástandið muni vara fram á haustið segir hann erfitt að svara því. „Það veit enginn. Sumir vilja meina að þetta vari í nokkur ár en aðrir vilja meina að þetta verði búið í haust,“ segir Gunnar Már. Rætt er við hann um þessi mál í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert