Helgi Seljan unir ekki úrskurðinum

Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, krefst þess að hann verði ekki …
Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, krefst þess að hann verði ekki talinn brotlegur við siðareglur RÚV.

Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, vill að mál sitt verði endurupptekið fyrir siðanefnd RÚV. Krefst hann þess að úrskurðinum verði breytt og hann verði ekki talinn brotlegur við siðareglur RÚV með ummælum sínum um kæranda eða aðra.

Snemma í mars úrskurðaði siðanefnd RÚV að nokk­ur um­mæli Helga Selj­an á sam­fé­lags­miðlum um Sam­herja í kjölfar umfjöllunar Kveiks um fyrirtækið, feli í sér al­var­leg brot á siðaregl­um. RÚV hefur gefið út að brotin muni ekki hafa áhrif á störf Helga hjá miðlinum.

Telur nefndarmann hafa verið vanhæfan 

Þá segir í kröfu Helga, sem mbl.is hefur undir höndum, að einn nefndarmanna siðanefndar RÚV, Sigrún Stefánsdóttir, hafi verið vanhæf til þess að taka sæti í nefndinni og úrskurða í málinu vegna tengsla sinna við Samherja.

Er þess krafist vegna þess að Sigrún er skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri og Samherji er einn af styrktaraðilum skólans. Þá er hún jafnframt stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtækinu N4 ehf. á Akureyri, sem í kröfunni er talið „að hluta til í óbeinni eigu“ Samherja í gegnum fjárfestingarfélagið Vör og Síldarvinnsluna.

Í kröfu Helga um endurupptöku málsins segir:

„Að mati kærða er augljóst að öll ummæli hans um kæranda og forsvarsmenn hans eru gildisdómar hvort heldur sem þau eru virt ein og sér eða heildstætt. Að sama skapi er ljóst að ummælin voru látin falla í tengslum við mikilvæga þjóðfélagsumræðu,“ og bætt við að Helgi búi við rúmt tjáningarfrelsi þar sem Samherji og stjórnendur fyrirtækisins teljist til opinberra aðila og persóna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka