Hundruð starfa við landeldi

Eldisker. Í Noregi og víðar um heim eru mikil áform …
Eldisker. Í Noregi og víðar um heim eru mikil áform um landeldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarfélagið Ölfus hefur úthlutað þremur stórum lóðum fyrir strandeldisstöðvar vestan við Þorlákshöfn og viðræður eru í gangi um þá fjórðu. Eitt fyrirtækjanna er komið með fisk í seiðastöð og hefur hafið framkvæmdir á lóð sinni. Meiri óvissa er með hin áformin.

Verði af þessum áformum og áformaðri stækkun strandeldisstöðva á Reykjanesi munu skapast möguleikar til að framleiða allt að 80 þúsund tonn af laxi á ári en til samanburðar má geta þess að áætlað er að framleiðsla í sjókvíaeldisstöðvum í ár verði um 40 þúsund tonn af laxi.

Fjárfesting í mannvirkjum, tækni og lífmassa einnar strandeldisstöðvar er áætluð 15-20 milljarðar króna. Myndu framkvæmdirnar í Þorlákshöfn, þar sem góðar aðstæður eru, skapa hundruð starfa og mikil umsvif í sveitarfélaginu.

Norskir fiskeldismenn og fjárfestar eru með afar stór áform um laxeldi á landi, bæði í heimalandinu og á stærstu markaðssvæðum heims. Verkefnin skipta tugum og sum afar stór í sniðum. Vel hefur gengið að fjármagna nokkur verkefni við skráningu félaga í kauphöllina í Ósló. Flest eru verkefnin þó á hugmynda- eða undirbúningsstigi og þar sem stóreldi er byrjað hafa komið upp margvíslegir tæknilegir byrjunarörðugleikar, ekki síst við endurnýtingu vatns.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert