Segjast hafa tekið á verkefninu af heilindum

Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lögð er …
Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lögð er áhersla á að fyrirtækið hafi sinnt öryggishlutverki sínu vel. Það rímar þó ekki alveg við skýrslu Ríkisendurskoðunar. mbl.is/​Hari

Sam­göngu­stofa seg­ir í til­kynn­ingu að starfs­fólk þar hafi tek­ist á við afar krefj­andi verk­efni af fag­mennsku og heil­ind­um, þegar flug­fé­lagið WOW air lenti í fjár­hagserfiðleik­um, en stofn­un­inni bar skylda til að hafa eft­ir­lit með WOW. 

Rík­is­end­ur­skoðun er harðorð í garð Sam­göngu­stofu í skýrslu sinni um fall WOW air þar sem eft­ir­liti af hálfu Sam­göngu­stofu var talið veru­lega ábóta­vant, auk þess sem seina­gang­ur stjórn­valda og viðskipta­hags­mun­ir WOW air voru tald­ir hafa átt þátt sinn í mál­inu.

Gættu þess að flu­gör­yggi yrði ekki stefnt í hættu 

„Flu­gör­yggi er eitt af meg­in­verk­efn­um Sam­göngu­stofu og þunga­miðjan í fjár­hags­legu eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar með flugrek­end­um. Í þessu til­tekna máli tókst starfs­fólk Sam­göngu­stofu á við afar krefj­andi verk­efni af fag­mennsku og heil­ind­um.

Það fólst meðal ann­ars í eft­ir­liti og mati á ráðstöf­un­um í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu eins stærsta flug­fé­lags lands­ins, án þess að flu­gör­yggi væri nokkru sinni stefnt í hættu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­göngu­stofu.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar var send til Sam­göngu­stofu sem trúnaðar­mál. Þegar trúnaði verður aflétt og skýrsl­an birt á vef Rík­is­end­ur­skoðunar, eft­ir að Alþingi hef­ur tekið hana til af­greiðslu, mun Sam­göngu­stofa veita greið svör verði eft­ir þeim leitað. Kem­ur þetta fram í niður­lagi til­kynn­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert