Uppbókað á 5 mínútum í ræktartímana

Frá hóptíma í Hress í Hafnarfirði.
Frá hóptíma í Hress í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er sætt að segja frá því að marg­ir sem hafa komið í morg­un óska okk­ur til ham­ingju með dag­inn, eða segja „þetta er hátíðis­dag­ur“. Það eru all­ir bros­andi út að eyr­um,“ seg­ir Linda Hilm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lík­ams­rækt­ar­stöðvar­inn­ar Hress í Hafnar­f­irði. 

Hún seg­ir flesta á sama stigi núna í rækt­inni, og nú sé notið í botn að ná fyrra formi. 

„Fyrstu tím­arn­ir voru klukk­an sex í morg­un. Um leið og opnað var fyr­ir skrán­ingu bókaðist upp í fyrstu tím­ana á fimm mín­út­um. All­ir tím­ar hafa síðan verið full­ir í morg­un eins og má með tak­mörk­un­um,“ seg­ir Linda. 

Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress.
Linda Hilm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hress. Ljós­mynd/​Aðsend

Fólk svitn­ar sér­stak­lega mikið 

Linda seg­ir fólk hafa tekið vel á því í morg­un og svitnað sér­stak­lega mikið. „Þó að marg­ir hafi verið dug­leg­ir að fara út að labba og svona, þá er ekk­ert sem jafn­ast á við það að kom­ast í okk­ar venju­bundnu hreyf­ingu.“

Þá seg­ir Linda að opn­un eft­ir fyr­ir­skipaðar lok­an­ir krefj­ist mik­ill­ar skipu­lags­vinnu. Til dæm­is nefn­ir Linda að mörg nám­skeið hafi verið við það að klár­ast þegar skella þurfti í lás fyr­ir þrem­ur vik­um. Starfs­fólk hafi þurft að setja sig í sam­band við þá sem voru á nám­skeiðum og bjóða þeim í síðasta tím­ann. 

„Þetta eru mjög sér­stak­ar aðstæður en við lít­um á þær sem sögu­leg­ar líka,“ seg­ir Linda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert