Stúdentaráð hefur samþykkt að ályktað verði um aðkomu Háskóla Íslands að rekstri spilakassa í gegnum Happdrætti Háskóla Íslands. Þess er krafist að Háskóli Íslands taki ekki þátt í rekstri spilakassa og fjármagni ekki starfsemi sína með þeim hætti.
Kemur þetta fram á Facebook-síðu stúdentafylkingarinnar Vöku en fulltrúar hennar fluttu tillöguna. Þar segir orðrétt:
„Mótrök HHÍ og stjórnenda háskólans við lokun spilakassa er[u] að mestu leyti [þau] að það var ákvörðun Alþingis að fjármagna skuli byggingar háskólans, viðhald og tækjakaup með happdrættisfé og sök þar með kastað á stjórnvöld.
Fyrsta skrefið í lokun spilakassa væri að sýna að það er vilji meðal stúdenta til að finna aðra leið til að fjármagna byggingar háskólans sem ýtir ekki [u]ndir fíkn og í kjölfarið yrði tekin lengra.“
Á stúdentaráðsfundi þann 8. apríl var samþykkt tillögu sem stúdentaráðsliðar Vöku fluttu varðandi aðkomu Háskóla Íslands...
Posted by Vaka - Hagsmunafélag stúdenta on Thursday, 15 April 2021