Fyrsti rampurinn af 100 vígður við hátíðlega athöfn

Viðstödd athöfnina voru meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ásmundur …
Viðstödd athöfnina voru meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsti rampur átaksins Römpum upp Reykjavík var tekinn í notkun við verslunina Kokku á Laugavegi við hátíðlega athöfn fyrr í dag, en með átakinu stendur til að koma upp 100 römpum vítt og breitt um borgina til þess að auka aðgengi þeirra sem nota hjólastól. Markmiðið er að ramparnir 100 verði allir komnir á sinn stað fyrir 10. mars á næsta ári.

Viðstödd athöfnina voru meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Dagur ávarpaði gesti.
Dagur ávarpaði gesti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilkynningu vegna málsins segir að stofnaður hafi verið sjóður með aðkomu opinberra aðila, félagasamtaka og fjölmargra fyrirtækja og aðila sem muni standi straum af kostnaði fyrir þá verslunarog veitingahúsaeigendur sem taki þátt í verkefninu, en Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins og helsti styrktaraðili.

Öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir

„Með römpunum verður öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda í Reykjavík. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvöld en borgin er stofnaðili að verkefninu og mun tryggja góðan framgang þess.“

Með römpunum verður öllum gert kleift að sækja veitingastaði og …
Með römpunum verður öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stuðmenn tróðu upp við tilefnið.
Stuðmenn tróðu upp við tilefnið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka