Hraun flæðir úr Geldingadölum

Frá eldgosinu í Geldingadölum.
Frá eldgosinu í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hraun er tekið að flæða úr Geldingadölum, að því er fram kemur hjá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. 

„Þau tíðindi bárust í morgun frá eldstöðvunum að hraun væri farið að renna úr Geldingadölum til austurs. Þetta eru tímamót í gosinu og fyrsta skipti sem hraun flæðir úr Geldingadölum. Hraunið rennur yfir lægsta haftið úr Geldingadölum, til austurs, inn í Meradali. Hraunið mun þar hitta fyrir aðra hrauntungu sem þekur Meradali, haldi hraunrennsli áfram óbreytt,“ segir í færslu frá hópnum á Facebook. 

Hraun farið að flæða úr Geldingadölum! Þau tíðindi bárust í morgun frá eldstöðvunum að hraun var farið að renna úr...

Posted by Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands on Föstudagur, 16. apríl 2021



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert