Lavrov einn lýst því opinberlega yfir að vilja til Íslands í maí

Sergei Lavrov vonast til að mæta á ráðherrafundinn í Reykjavík …
Sergei Lavrov vonast til að mæta á ráðherrafundinn í Reykjavík í maí, en hann er eini ráðherra aðildarríkjanna sem hefur óskað eftir því að mæta í eigin persónu. AFP

Aðeins utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, hefur lýst yfir áhuga á að mæta í eigin persónu á ráðherrafund norðurskautsráðsins sem haldinn verður í Reykjavík 19. og 20. maí. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Þar segir að öllum ráðherrum aðildarríkjanna auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að sækja viðburðinn. Aðild að norðurskautsráðinu eiga, auk Íslands, Noregur, Bandaríkin, Svíþjóð, Kanada, Bretland, Danmörk, Finnland og Rússland.

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins tilkynnti á blaðamannafundi í Moskvu í gær að unnið væri út frá því að Lavrov myndi fara fyrir rússnesku sendinefndinni. „Aðrir hafa enn ekki tilkynnt opinberlega um að þeir sæki fundinn í eigin persónu,“ segir í svari utanríkisráðuneytis Íslands. Þeir sem ekki mæta á fundinn taka líklega þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Rússland tekur við formennsku í norðurskautsráðinu á fundinum í maí, en Ísland hefur gegnt formennsku í ráðinu frá 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert