Öryggisinnköllun vegna alvarlegrar sýkingar

Herdís segir að vitað sé um tvö fyrirtæki sem flytji …
Herdís segir að vitað sé um tvö fyrirtæki sem flytji vörurnar til Íslands og þær séu fáanlegar í næstum öllum apótekum og því sé um stóra innköllun að ræða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fyrirtækið sem framleiðir Husk-vörurnar ákvað í öryggisskyni að innkalla allar framleiðslulotur Husk Psylli­um Froskaller og Husk Psylli­um Mavebal­ance trefja­hylkj­a og -dufts þrátt fyrir að aðeins hefði greinst salmonella í hluta þeirra. Enn sem komið er er ekki vitað til þess að þær lotur sem salmonella greindist í hafi verið í fluttar til Íslands, en það er enn til rannsóknar.

Þetta segir Herdís Guðjónsdóttir, fagsviðsstjóri á sviði innflutnings og innkallana hjá Matvælastofnun, í samtali við mbl.is, en þrír eru látnir og fjöldi sýktur vegna neyslu á Husk í Danmörku.

Fáanlegt í nær öllum apótekum

Herdís segir að vitað sé um tvö fyrirtæki sem flytji vörurnar til Íslands og þær séu fáanlegar í næstum öllum apótekum og því sé um stóra innköllun að ræða. Þá sé ekki hægt að fylgjast með því sem fólk kaupi frá útlöndum af netinu og því sé mikilvægt að vara við allri neyslu á þessum vörum frá Husk.

Þá virðist vera um að ræða sérlega alvarlega salmonellusýkingu og því sé allur varinn góður. Enginn hefur sett sig í samband við Matvælastofnun vegna veikinda í kjölfar neyslu á Husk hérlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert