Sjóvarnargarðurinn bættur við Ánanaust

Þrátt fyrir öflugan grjótgarð gengur sjórinn yfir göngustíga.
Þrátt fyrir öflugan grjótgarð gengur sjórinn yfir göngustíga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á næstunni verður ráðist í endurgerð sjóvarnargarðsins meðfram Ánanaustum í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi hefur veitt Reykjavíkurborg framkvæmdaleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast í júní.

Um er að ræða framhald fyrri áfanga en sjóvarnargarður við Eiðsgranda var endurbættur í fyrrahaust. Þær framkvæmdir sem nú verður ráðist í ná til sjóvarnargarðsins þar sem hann liggur meðfram skólpdælustöð og móttökustöð Sorpu allt að athafnasvæði Lýsis hf. Vegna sjógangs hefur göngustígurinn við Sorpu verið lokaður undanfarin misseri.

Útfærslan á endurgerð garðsins felst í upprifi á núverandi sjóvarnargarði, endurröðun á því grjóti sem er þegar í garðinum og eins aðfluttu grjóti svo byggja megi upp garðinn til samræmis við verkteikningar. Upprifið efni verður flokkað og endurnýtt í bland við aðflutt efni frá nálægum lagerum. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði í neinum lögnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert