50 í sóttkví vegna smits í Sæmundarskóla

Sæmundarskóli í Grafarholti.
Sæmundarskóli í Grafarholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Allir nemendur í 2. bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti eru nú í sóttkví ásamt nokkrum starfsmönnum eftir að kórónuveirusmit greindist í nemanda.

Samtals fara því um 50 manns í sóttkví, 40 nemendur og 10 starfsmenn, sem sumir starfa í skólanum. Þetta segir Matthildur Hannesdóttir, aðstoðarskólastjóri Sæmundarskóla, í samtali við mbl.is

Foreldrum barna í skólanum var tilkynnt um þetta með tölvupósti og voru þeir beðnir að vera vakandi fyrir einkennum kórónuveirunnar hjá sínum börnum og panta tíma í sýnatöku ef þörf er á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert