Bæjarstjórar semja um vegkafla

„Á móts við Þorrasali ... mun Vorbraut verða lögð í …
„Á móts við Þorrasali ... mun Vorbraut verða lögð í stokk nemalega hennar verði endurskoðuð við gerð deiliskipulags fyrir golfvöllinn.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í breyttu aðalskipulagi fyrir Vífilsstaðaland í Garðabæ er gert ráð fyrir þeim möguleika að vegarkafli við fjölbýlishús sunnan við Þorrasali í Kópavogi verði lagður í stokk. Um er að ræða austurhluta Vorbrautar, sem liggja á við 13. braut golfvallar Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.

Bæjarstjórar sveitarfélaganna, Gunnar Einarsson og Ármann Kr. Ólafsson, hafa gert með sér samkomulag um þessa breytingu. Skipulagsstofnun hafði lýst því yfir að ekki gæti komið til staðfestingar á aðalskipulagsbreytingunni fyrr en niðurstaða lægi fyrir milli sveitarfélaganna um tengingu á gatnakerfi þeirra í Hnoðraholti, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Í samkomulagi bæjarstjóranna kemur fram „að Kópavogur samþykkir að draga til baka mótmæli í umsögn um aðalskipulagstillögu Garðabæjar varðandi tengingu fyrirhugaðs hverfis í Hnoðraholti við Arnarnesveg um Leirdalsop enda er komið á móts við sjónarmið um lagningu tengibrautar í stokk. Jafnframt samþykkir Kópavogur að falla frá áformum um að fella út tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs í tillögu að nýju aðalskipulagi sem er til athugunar hjá Skipulagsstofnun.“

Í nýrri greinargerð með deiliskipulagi Hnoðraholts norður segir: „Ný safngata, Vorbraut, mun tengjast Vetrarbraut efst á holtinu og liggja eftir háholtinu, meðfram bæjarmörkum Kópavogs og tengjast Arnarnesvegi á hringtorgi við Leirdalsop. Austast á móts við Þorrasali í Kópavogi mun Vorbraut verða lögð í stokk nema lega hennar verði endurskoðuð við gerð deiliskipulags fyrir golfvöllinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert