Baldur Arnarson
Félagið Rauðsvík hefur hafið sölu 24 íbúða á Hverfisgötu 92. Þær eru frá 68,6 til 146,4 fermetrar og kosta 55,9 til 165 milljónir króna. Þá er til sölu verslunarrými á jarðhæð.
Rauðsvík hóf sölu 70 íbúða á Hverfisgötu 85-93 sumarið 2019 og svo í kjölfarið á samtals sex íbúðum á Hverfisgötu 84 og 86. Salan fór rólega af stað en framboð var þá mikið á nýjum íbúðum í miðborginni. Salan tók svo við sér í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans í fyrravor, líkt og á fleiri miðborgarreitum.
Atli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Rauðsvíkur, segir búið að selja 68 af 70 íbúðum á Hverfisgötu 85-93. Hin tvö húsin séu uppseld.
Spurður í Morgunblaðinu í dag um tímasetninguna á sölunni á Hverfisgötu 92 segir Atli framkvæmdum að ljúka. Því sé komið að því að hefja söluna.