Hraun fer austur úr Geldingadölum

Leiðinlegt veður var á gosstöðvunum í gær og fáir á …
Leiðinlegt veður var á gosstöðvunum í gær og fáir á ferli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hraun fór að renna austur úr Geldingadölum í gærmorgun í átt að fjallinu Stóra-Hrút. Það fór yfir gönguleið A á kafla. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði að enn væri nóg svigrúm fyrir göngufólk að krækja fyrir hrauntauminn.

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við HÍ, segir í Morgunblaðinu í dag, að  þetta væru tímamót í eldgosinu. „Þessir nýju gígar eru orsökin fyrir þessu, hraunið sem kemur frá þeim. Þetta beinist austur og út í skarðið og það er greinilegt að þessir gígar hafa nægilegt afl til þess að keyra hraunið yfir þennan þröskuld sem var þarna í austurskarðinu,“ sagði Þorvaldur í samtali við mbl.is. Hann sagði ómögulegt að spá um hvaða leið hraunið ætti eftir að renna. Eigi þessi hrauntaumur eftir að lengjast verulega sé spurning hvort hann leiti til austurs og niður í Meradali eða fari í suðurátt.

Í gær voru alls 16 manns á vakt við gæslu á gosstöðvunum. Bogi sagði að flestir kæmu á gosstöðvarnar seinni part dagsins og veðurspáin réði miklu um aðsóknina. Fólk veldi þokkalegt veður til göngunnar.  gudni@mbl.is, liljahrund@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert