30 þúsund með undirliggjandi sjúkdóma

mbl.is/Arnþór Birkisson

Fólk með undirliggjandi sjúkdóma verður bólusett í vikunni en samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er þetta stór hópur eða 30 þúsund manns.

Búið er að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:

  • Þriðjudaginn 20. apríl verður Pfizer-bólusetning fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Byrjað verður á alvarlegustu sjúkdómunum. SMS-boð með tímasetningu verður sent á alla sem býðst bólusetning þennan dag.
  • Miðvikudaginn 21. apríl verður Moderna-bólusetning fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Byrjað verður á alvarlegustu sjúkdómunum. SMS-boð með tímasetningu verður sent á alla sem býðst bólusetning þennan dag.

Á næstu vikum verður haldið áfram að bólusetja einstaklinga í hópi þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá nánar hér

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert