900 milljónum króna ríkari í hálfan dag

Gjörningalistamaðurinn Odee velti fyrir sér í nokkra klukkutíma hvað hægt …
Gjörningalistamaðurinn Odee velti fyrir sér í nokkra klukkutíma hvað hægt væri að gera við 900 milljónir króna.

Listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni, betur þekktum sem Odee, brá í brún í morgun þegar hann fór í útibú Arion banka til að skrifa undir pappíra og var þá spurður hvort hann hefði millifært 900 milljónir króna á eigin reikning. Umrædd „millifærsla“ eru mistök sem urðu eftir stóra innleiðingu kerfa hjá bankanum um helgina.

„Þau treystu mér bara fyrir 900 milljónum í hálfan dag,“ segir Odee hlæjandi í samtali við mbl.is en umrædd millifærsla var inni á reikningnum í þann tíma áður en mistökin voru leiðrétt.

Arion banki, Borgartúni 19.
Arion banki, Borgartúni 19.

Hann segir að á vef bankans hafi staðið að uppfærslan hafi gengið vel. „Ég var nú heldur betur sammála því. Ég var næstum því milljarðamæringur í hálfan dag.“

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir að svona jaðartilvik geti orðið við stórar innleiðingar en nýtt greiðslu- og inn­lána­kerfi var inn­leitt í sam­starfi við Reikni­stofu bank­anna um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert