Bandaríkin taka fyrr við sér

Ferðamenni á Skólavörðustíg
Ferðamenni á Skólavörðustíg mbl.is/Árni Sæberg

„Við verðum að fá þetta sumar inn og síðan vonandi tekur haustið betur við sér, eða verður heldur betra en við áttum von á fyrir einhverjum mánuðum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes  að Bandaríkjamarkaðurinn sé farinn að taka við sér en að hreyfingar á Evrópumarkaði séu hægari.

Bólusetningar eru komnar vel á veg bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sem og í Ísrael. Jóhannes segir að einhver áhugi hafi heyrst frá Ísrael en að fyrirtæki séu ekki að herja á þann markað með beinum hætti þó að bólusetningar gangi vel þar í landi. „Íraelsmenn eru tiltölulega lítill hluti af flórunni sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes.

Bólusetningar hér á landi skipta líka sköpum fyrir ferðaþjónustuna og gangi bólusetningaráætlanir eftir segir Jóhannes að fyrirtæki í ferðaþjónustu geti leyft sér að horfa fram á bjartari tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert