„Varið land – hvað höfum við lært um Covid-19?“ er yfirskrift fræðslufundar Íslenskrar erfðagreiningar um nýjustu rannsóknir fyrirtækisins á Covid-19. Fundurinn hefst klukkan 14 og má sjá streymi neðst í fréttinni.
Vonast er til þess að niðurstöðurnar varpi betra ljósi á sjúkdóminn, eftirköst hans og hvernig megi verjast honum.
Á fundinum munu Hilma Hólm hjartalæknir og Erna Ívarsdóttir tölfræðingur kynna helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sinnar á langtímaáhrifum SARS-CoV-2-sýkingar, en svo munu þau Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræðingur og Þórunn Á. Ólafsdóttir ónæmisfræðingur kynna rannsókn sína á því hvernig líkaminn losar sig við veiruna og verst endurteknum sýkingum.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan: