Endurhæfingin í algerum forgangi

Endurhæfingu vegna langvarandi einkenna Covid-19 er sinnt á Reykjalundi, sem …
Endurhæfingu vegna langvarandi einkenna Covid-19 er sinnt á Reykjalundi, sem og á Heilsustofnun NLFÍ og Sjúkrahúsinu á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), vonast til þess að ljúka samningum alveg á næstunni við Reykjalund, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsustofnun í Hveragerði hvað varðar endurhæfingu vegna langvarandi einkenna Covid-19.

Reykjalundur hefur ekki getað tekið á móti nýjum einstaklingum í slíka endurhæfingu um nokkurt skeið vegna samningsleysis.

María segir að málið sé í algerum forgangi. „Við vinnum þetta eins hratt og okkar mannafli leyfir en síðustu 2 ár höfum við gert um það bil 30% fleiri nýja samninga en tvö árin þar á undan. Auðvitað eru fleiri Covid-tengdir samningar eins og til dæmis um sóttkvíarhótel eða önnur bráðaúrræði enn framar í forgangsröðuninni hjá okkur en þetta er sannarlega í forgangi.“

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag leggur María áherslu á að samhæfa þurfi þjónustuna. „Það þarf að vera ákveðin samræming á milli þessara aðila og Covid-göngudeildarinnar á Landspítalanum og heilsugæslunnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert