Í færslu á Facebook-síðu sinni greinir Evrópusambandið á Íslandi frá því að það hafi ekki verið ESB sem bannaði Íslendingum að borða morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms.
Mbl.is greindi frá því í lok mars að Cocoa Puffs og Lucky Charms færu af íslenskum markaði og að síðasta sending væri komin til landsins.
Það var þá framleiðandinn sjálfur, en ekki ESB, sem ákvað að bæta litarefni út í uppskriftina sem gerði það að verkum að uppskriftin brýtur heilbrigðisreglur.
„Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga. Hvernig sem á því stendur erum við eftir sem áður stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur, ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum,“ segir í færslunni.
Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...
Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Mánudagur, 19. apríl 2021