Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skömmu fyrir níu í morgun ökumann bifreiðar þar sem hvorki ökumaður né þrír farþegar voru í öryggisbeltum. Meðal farþega var þriggja ára barn sem var ekki í barnabílstól og sat í bifreið án öryggisbeltis.
Lögregla greinir frá málinu í tilkynningu.
Þar kemur fram að farþegar reyndust foreldrar barnsins.
Skýrsla var rituð um málið og barnavernd gert viðvart.