Vilja fylla Árbæjarlón aftur

Álkulegar álftir þegar OR tæmdi lónið sl. haust.
Álkulegar álftir þegar OR tæmdi lónið sl. haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að Reykjavíkurborg óski eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að Árbæjarlónið verði fyllt að nýju í sumarstöðu í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Þá verði borgarstjóra falið að ræða við stjórnendur OR hið fyrsta og fylgja þeim óskum eftir, enda sé Reykjavíkurborg eigandi Elliðaáa og fari með 93% hlut í Orkuveitunni.

Björn Gíslason, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segir mikilvægt að skapa frið um málið og að það þurfi að gerast skjótt til þess að koma í veg fyrir að lífríkið beri skaða af.

Björn segir mikilvægt að borgin geri hreint fyrir sínum dyrum og geri eins og lög mæli fyrir um, hvort sem ætlunin sé að standa við tæmingu lónsins eða hætta við. Mikil reiði ríki hjá íbúum í Árbæ og Breiðholti vegna málsins, sem Reykjavíkurborg geti ekki litið fram hjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert