Árekstrarhætta í kennsluflugi

TF KFF er ein flugvélanna í flugflota Flugakademíunnar.
TF KFF er ein flugvélanna í flugflota Flugakademíunnar. Ljósmynd/Af heimasíðu Keilis.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vegna flugumferðaratviks er varð á lokastefnu fyrir flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli 23. maí 2020.

Flugmaður TF-KFG beygði inn á lokastefnu í veg fyrir TF-KFF og skapaðist árekstrarhætta þar sem minnsta fjarlægð á milli loftfara var áætluð 174 metrar og báðar flugvélarnar voru í um 300 feta hæð. Báðar eru vélarnar af gerðinni Diamond DA-20 og voru í kennsluflugi, önnur, TF-KFF, með flugkennara og flugnema innanborðs, en flugnemi í einliðaflugi í hinni, TF-KFG.

Fleiri vélar voru í loftinu á þessum tíma og sá flugmaður TF-KFG tvær flugvélar, eina þvert af sér á stuttri lokastefnu, TF-KFX í 400 feta hæð og aðra þar fyrir aftan, TF-KFI í 700 feta hæð. Rannsókn RNSA leiddi í ljós að flugumferðarstjórinn taldi ekki flugvél TF-KFX með í flugumferðarupplýsingunum þar sem lending TF-KFX var vís og flugvélin komin yfir þröskuld, að hans sögn, með heimilaða lendingu. Flugumferðarstjórinn taldi flugvél TF-KFI númer 1 og flugvél TF-KFF, sem var á þverlegg að fara að beygja inn á lokastefnu númer 2. Allar eru fyrrnefndar flugvélar notaðar í námi hjá Flugakademíu Íslands, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert