Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar eftir hádegi um aðgerðir tengdar Covid-19-faraldrinum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá því að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegið.
Ekki er ljóst hvort fjallað verður um hertar aðgerðir á landamærum eða innanlands en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is skömmu fyrir hádegi að hann hefði ekki skilað minnisblaði um hertar aðgerðir innanlands.