Katrínu líst ekkert á ofurdeildina

Blaðamaður greip tækifærið og spurði Katrínu Jakobsdóttur út í hennar …
Blaðamaður greip tækifærið og spurði Katrínu Jakobsdóttur út í hennar skoðun á ofurdeildinni margumræddu. Henni líst ekkert á áformin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra líst ekk­ert á það að hóp­ur nokk­urra af stærstu knatt­spyrnu­fé­lög­um Evr­ópu segi skilið við Meist­ara­deild Evr­ópu og stofni sína eig­in of­ur­deild. Katrín er mik­ill stuðnings­maður Li­verpool, sem hyggst taka þátt í áformun­um.

„Ég varð fyr­ir svo mikl­um von­brigðum að sjá mitt lið í þess­um hópi. Ég held jafn­vel að þessi veg­ferð verði bara eitt­hvað sem þeir verði að ganga ein­ir, þvert á lagið góða,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Viðskipta­sjón­ar­miðin kom­in yfir öll mörk

Katrín tal­ar um að þetta sé birt­ing­ar­mynd þess að auk­in viðskipta­sjón­ar­mið hafi orðið sí­fellt meira áber­andi í knatt­spyrnu yfir und­an­far­in ár.

„En þarna finnst mér þau kom­in yfir öll mörk. Mér finnst við al­gjör­lega vera búin að missa sjón­ar á því fyr­ir hverja þessi lið eru að spila en það er auðvitað fyr­ir stuðnings­menn­ina sem fylgja þeim í rauðan dauðann og standa með þeim í blíðu og stríðu. Þarna er verið að búa til lokaðan klúbb og koma í veg fyr­ir að liðin geti fikrað sig upp og mætt þess­um stóru liðum,“ seg­ir Katrín að lok­um. 

Þá hafa ný­lega borist frétt­ir þess efn­is að ensku knatt­spyrnu­fé­lög­in Manchester City og Chel­sea hygg­ist ekki taka þátt í of­ur­deild­inni. Ásamt þeim koma AC Mil­an, Arsenal, Atlético Madrid, Barcelona, In­ter Mílanó, Ju­vent­us, Li­verpool, Manchester United, Real Madrid og Totten­ham öll að stofn­un deild­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert