Raunhæft að allt að 800 þúsund komi í sumar

Ferðaþjónustuaðilar eru misbjartsýnir í aðdraganda sumars.
Ferðaþjónustuaðilar eru misbjartsýnir í aðdraganda sumars. mbl.is/Sigurður Bogi

Styrmir Þór Bragason, forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, er bjartsýnni en áður á ferðasumarið, en hann segist oft hafa verið með þeim svartsýnni hvað þetta varðar. Aðspurður telur hann að raunhæft sé að 650-800 þúsund ferðamenn sæki landið heim ef allt fer vel.

Hann segist finna fyrir gríðarlegum ferðavilja. Spennan fyrir Íslandi sem áfangastað hafi síst minnkað og mikil aukning hafi orðið á heimsóknum á heimasíðu félagsins vegna eldgossins.

Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri Eldhesta, er svartsýnni en hann var í fyrra. „Maður gerði sér vonir um að hlutirnir færu af stað í maí og þetta yrði svipað og í fyrra, yxi jafnt og þétt inn í sumarið. En nú er maður svartsýnni,“ segir Hróðmar. „Maður vonast samt til að þetta fari eitthvað af stað í júní, júlí og ágúst. Við erum með þó nokkuð af bókunum að utan, en óvissan er mikil. Það er óvíst hvað þetta heldur.“

Í umfjölluin um mál þessi í  Morgunblaðinu í dag segir Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf.,  að líklega verði veitingahúsið við lónið opnað fyrstu helgina í maí og siglingar hefjist upp úr miðjum maí, en þó í mýflugumynd. „Það þýðir að við verðum með einn bát í stað fjögurra. Maður er hæfilega bjartsýnn. Það eina sem maður veit er að það verða fáir erlendir ferðamenn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert