Tvær lögmannsstofur og þýðingarvinna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við aðkeypta þjón­ustu hjá embætti rík­is­lög­manns vegna máls Guðmund­ar Andra Ástráðsson­ar, einnig þekkt sem Lands­rétt­ar­málið, gegn ís­lenska rík­inu við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu nam 1,1 millj­ón króna við und­ir­rétt­inn og 4,1 millj­ón króna við yf­ir­rétt­inn. Ein­ung­is er um kostnað við þýðingu á ís­lensk­um dóm­um, nefndarálit­um og öðrum gögn­um að ræða. 

Þetta kem­ur fram í svari dóms­málaráðherra við fyr­ir­spurn Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Ekki er haldið sér­stak­lega utan um tíma­skrán­ingu starfs­manna vegna ein­stakra mála hjá embætti rík­is­lög­manns, svo ekki var unnt að svara til um kostnað embætt­is­ins vegna vinnu starfs­manna við málið. 

Rósa spurði einnig um sund­urliðun kostnaðar við sér­fræðiráðgjöf til dóms­málaráðuneyt­is­ins í aðdrag­anda og kjöl­far niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og yf­ir­deild­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, vegna niður­stöðu MDE og yf­ir­deild­ar sem nam sam­kvæmt svari ráðherra við fyr­ir­spurn Helgu Völu Helga­dótt­ur 36.096.084 krón­um.

Fram kem­ur í svari ráðuneyt­is­ins að þar af hafi lög­manns­stof­unni Blackst­one verið greidd­ar 31.557.071 króna og lög­manns­stof­unni Advo­kat­fir­ma­et Schjodt AS 4.528.513 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka