12 smit innanlands

Fleiri þúsundir hafa þurft að fara í skimun við Covid-19 …
Fleiri þúsundir hafa þurft að fara í skimun við Covid-19 undanfarna daga vegna smita á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru tíu í sóttkví og tveir utan sóttkvíar. Nú eru 120 í einangrun og 786 í sóttkví innanlands. Alls eru 979 í skimunarsóttkví.

Á landamærunum bíða tveir eftir niðurstöðu mótefnamælingar en í gær greindist einn með smit sem síðan reyndist vera með mótefni.

Þrír eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Nú er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa innanlands 25,6 en miðað er við tveggja vikna tímabil. Á landamærunum er nýgengið 5,7.

Alls voru tekin 4.176 sýni innanlands í gær og af þeim tók Íslensk erfðagreining 1.041 sýni með slembiúrtaki. Ekkert smit hefur greinst í slembiúrtaki Íslenskrar erfðagreiningar síðustu tvo daga. 

Á landamærunum voru tekin 413 sýni.

Smit­um meðal ungra barna hef­ur fjölgað hratt und­an­farna daga en alls eru 42 börn í ein­angr­un með kór­ónu­veiruna á Íslandi í dag. Eitt barn á fyrsta ári er með smit, 25 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 12 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fjögur í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 16 smit, 19 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 17 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 18 smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, sex meðal fólks á sjö­tugs­aldri og tveir á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19.  





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert