Beint: Uppbygging Fyrirmyndaráfangastaða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnir uppbyggingu Fyrirmyndaráfangastaða í beinu streymi í dag, miðvikudaginn 21. apríl, kl. 14:00.

Ráðherra mun einnig kynna hvaða fjórir staðir eru í ferli til að verða Fyrirmyndaráfangastaðir og hvernig unnið verður með stöðunum að innleiðingu á vörumerkinu, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins.

Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu m.a. hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði og fleira.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert