„Besta eldgosið sem ég hef nokkru sinni séð“

„Ég kom vegna nýja eldgossins og held að ég hafi …
„Ég kom vegna nýja eldgossins og held að ég hafi náð einu myndinni þar sem norðurljósin virðast stíga upp úr eldfjallinu,“ sagði Max Milligan. Ljósmynd/Maxmilliganphoto á Instagram

„Ég kom vegna nýja eldgossins og held að ég hafi náð einu myndinni þar sem norðurljósin virðast stíga upp úr eldfjallinu,“ sagði Max Milligan, ljósmyndari frá Bretlandi. Hann á að baki sex ferðir í Geldingadali til að taka myndir af eldgosinu.

Þar af gekk hann fimm sinnum og fór einu sinni með þyrlu Norðurflugs. Þá ætlar hann líka að fljúga yfir gosstöðvarnar með Circle Air.

Max gengur með 11 kíló af ljósmyndabúnaði á bakinu og segir að hnén og fæturnir séu farin að kvarta. Í eitt skiptið var hann að vinna með björgunarsveit og fékk að vera lengur en til miðnættis.

„Ég var við að leggja af stað en sneri mér við og þá voru norðurljósin komin. Klukkuna vantaði eina mínútu í þrjú um nóttina. Myndavélin var opin í 20 sekúndur. Ég hef séð myndir af eldlituðum gosmekkinum og norðurljósum, en ekki eldjallinu sjálfu og norðurljósum,“ segir Max í Mogrunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert